Vörumerki

ISAGI er breskur framleiðandi á stamdúkum og öðrum vörum sem hindra að hlutir færist úr stað.  Þekktust er notkunin um borð í skipum þar sem dúkarnir kallast gjarnan bræludúkar og hafa löngu sannað gildi sitt.  Fyrirtækið framleiðir fjölda lausna sem henta bæði heimilum og iðnaði.KochChemie er þýskur framleiðandi hreinsiefna sem hefur unnið með öllum helstu bílaframleiðendum í Þýskalandi í 50 ár við að þróa bílahreinsiefni sem uppfylla ströngustu kröfur sérfræðinga sem og bílaáhugamanna.Nalco er leiðandi í þróun á tækni og lausnum til að tryggja hreinlæti og gæði vatns.

Gegnum samstarf við Nalco getum við boðið heildarlausnir jafnt fyrir vatnskerfi um borði í skipum sem og vatnskerfi í öllum tegundum iðnaðar. Einnig bjóðum við sérhæfðar lausnir fyrir tæringarvörn, útfellingavörn, bakteríumeðhöndlun eða hreinsun á kælivatns- og ketilkerfum.Sanol er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á umhverfis og uppsogsefnum.

Gegnum samstarf okkar við Sanol bjóðum við fjölbreytt vöruúrval af uppsogsefnum sem henta öllum iðnaði, hvort sem þörf er á að hreinsa upp olíusmit eða aðra vökva, svo sem vatn, hreinsiefni o.flWilhelmsen Ships Service er leiðandi dreifingaraðili á viðurkenndum vörum og þjónustu við sjávarútveginn.

Gegnum samstarf okkar við Wilhelmsen Ships Service getum við boðið fjölbreytt úrval af öryggisvörum, öryggisþjónustu, Unitor skipavörum og efnavörum undir vörumerkjum Nalfleet og Unitor.Wilhelmsen Chemicals er leiðandi í framleiðslu á hreinlætisvörum og efnavöru.

Gegnum samstarf okkar við Wilhelmsen Chemicals bjóðum við fjölbreytt úrval af hreinlætisvörum fyrir bíla, flugvélar, sjávarútveg, fyrirtæki og stofnanir.

Síun
Sort
display